Gerræði orðskýringa

Punktar

Lögfræðin, sem hér er kennd og stunduð, er einfætt. Hvílir ekki á þremur stoðum lagatexta, réttlætis og siðferðis. Þorvaldur Gylfason benti á þetta í grein í DV. Hér eru lögfræðingar aldir upp í Háskóla Íslands sem einfættir lagatæknar, er velta fyrir sér þröngum og langsóttum textaskýringum. Ekki er litið á mikilvægi réttlætis í lögfræðinni og enn síður á siðferðisvitund þjóðar. Einmitt þess vegna kýs ég að kalla þá lagatækna fremur en lögmenn. Þurfum dómstóla götunnar til að vega móti gerræði orðskýringa lagatæknanna. Þjóðin þarf sálu sinnar vegna að brjóta einfætta lagatækni á bak aftur.