Katie Couric er frægt akkeri í sjónvarpsfréttum hjá CBS í Bandaríkjunum. Á vef sjónvarpskeðjunnar segir hún fréttir og frægðarsögur af sér úr æsku. Allt er þetta samið af Melissu McNamara framleiðanda. Raunar ekki samið; Melissa stal textanum upp úr greinum eftir Jeffrey Zaslow hjá Wall Street Journal. Nú hefur þetta komið á daginn og Melissa hefur verið rekin. Katie, sem er miðja hvirfilbylsins, hefur hins vegar ekki verið rekin. Hún er áfram andlit CBS, gervimanneskja á gerviöld sjónvarpsins. Hún er “brand”, ekki persóna. Timothy Noah skrifar um þetta á Slate.