Einkennilegt er að hafa hælisleitendur í óvissu árum saman. Þeir festa rætur, eru komnir í vinnu og þannig orðnir góðir borgarar. Þá þylur Gestapó: Tölvan segir nei. Sendir löggur að næturlagi eins og í bíómynd til að handsama fólkið og sturta því upp í flugvél. Vel getur verið, að svona sé prógrammið í tölvu Kristínar Völundardóttur gestapó-foringja. En svona gerir maður bara ekki. Það hlýtur að vera hægt að afgreiða málin, áður en þeir eru orðnir Íslendingar. Að vísu er Útlendingastofnun full af lögfræðilærðum íhaldskerlingum, sem aldrei gera handtak. Krafan er: Vísum Útlendingastofnun úr landi. Að næturlagi.