Getuleysi forstöðumanna

Punktar

Hámark firringar var fundur forstöðumanna ríkisstofnana um daginn. Þar grétu þeir skort á heimildum til að reka starfsfólkið. Ég hef aldrei heyrt, að starfsfólk væri til vandræða. Það eru forstöðumennirnir, sem eru vandinn. Þeir voru á sínum tíma ráðnir sem pólitísk kvígildi. Afleiðingin er, að margar opinberar stofnanir eru lamaðar af getuleysi. Það er ekki starfsfólki að kenna, heldur forstöðumönnunum sjálfum. Þeir koma firrtir saman á fund til að gráta hver á herðum annars yfir starfsfólkinu. Þetta er eins og víða annars staðar í samfélaginu. Valdamenn eru blindir á sitt eigið getuleysi.