Eurovision er ópíum fyrir fólkið. Getur leyft sér að sturlast út af lélegu giggi. Er þá ekki samtímis að fárast út af sköttum og skorti á velferð eða benzínverði og svikum kosningaloforða. Um alla Evrópu fagna ríkisstjórnir og aðrir þjóðareigendur einnar viku friði frá urgi skrílsins. Því er sérstakt virðingarefni, að Grikkir og Kýpverjar, Portúgalir og Pólverjar hafna aðild að þessu sinni. Bera við peningaleysi, enda flest annað betra við fé að gera en brenna því í Eurovision. Giggið er svartur blettur á Evrópu. Hefur leyst Guð af hólmi sem ópíum fyrir fólk, er lifir tilgangslausu lífi við kassann.