Gigtin drepur Samfylkinguna

Punktar

Samfylkingin er í rúst. Komin niður í eins stafs fylgi, er minnsti flokkurinn. Gigtin er að drepa hana. Á erfitt með hreyfa sig í lífsins ólgusjó. Tvennt leikur hana grátt í ellinni. Hún getur ekki skipt um formann, þótt hún hafi óvinsælasta flokksformann landsins. Og flokkurinn getur ekki hætt að tuða um Evrópusambandið, óvinsælustu stofnun heims. Staðan var ekki þessi fyrir hrun. Árið 2004 var Evrópusambandið undrabarn með undramynt. En José Manuel Barroso, versti pólitíkus Evrópu, hefur síðan rústað sambandinu á tíu ára valdaskeiði. Meðan aðrir breyta skoðunum í ljósi reynslunnar, geta Epal-kommarnir það ekki.