Gilsárvatn

Frá Friðmundarvatnsleið norðan Deildartjarnar um Gilsárvatn að Kjalvegi sunnan orkuversins við Blöndu.

Þetta er gömul reiðleið, stundum kölluð Bugsvegur. Vestan við hana er leiðin um Úlfkelshöfða. Saman eru þessar leiðir gömul þjóðleið milli Vatnsdals og Blöndudals.

Byrjum á Friðmundarvatnsleið frá Blöndulóni að Svínadal. Förum frá norðanverðri Deildartjörn norður yfir Ásendalæk og síðan áfram norður milli Ásendatjarnar að vestan og Gilsárvatns að austan. Um 3 km norðan Gilsárvatns beygjum við til austsuðausturs að þjóðvegi F35.

11,5 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Friðmundarvatn, Öldumóða, Úlfkelshöfði, Stóradalsháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbók FÍ