Gilsbrekkuheiði

Frá Syðri-Dal í Bolungarvík að Gilsbrekku í Súgandafirði.

Ekki talin hættuleg, en þó er sagt, að átján manns hafi einu sinni farist á heiðinni á leið frá jólagleði á Hóli í Bolungarvík.

Förum frá Syðri-Dal suður með Syðradalsvatni vestanverðu að Gili, síðan vestur og upp í Hrossahjalla og suðvestur á Gilsbrekkuheiði, í 580 metra hæð. Að lokum niður um Duggholu í Gilsbrekkudal að eyðibýlinu Gilsbrekku.

14,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Geirsteinshvilft, Súgandi, Heiðarskarð, Grárófuheiði, Skálavíkurheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort