Girðingar í Hornafirði

Punktar

Vandinn í Hornafirði er ljós. Þar eru girðingadræsur, sem hreindýr festast í og drepast í langvinnri þjáningu. Lausnin er líka ljós og lögum samkvæm. Sveitarfélaginu Hornafirði ber að hreinsa girðingarnar og senda landeigendum reikninginn. Hún er hins vegar með múður. Sendi núna síðast frá sér einhliða og yfirborðskennda tilkynningu, sem segir, að ræða þurfi málið heima fyrir. Þar segir, að “hlutaðeigandi stofnanir verði að vinna með bændum að úrlausn þessara mála” Hneykslið þarf þó ekki að ræða neitt frekar, hefur vikum saman verið til umræðu. Hornafjörður á að skammast sín og grípa strax til aðgerða.