Lífeyrissjóðirnir eru orðnir ríkir og soga til sín hugmyndir svindlara. Þær ganga út á að taka fé gamla fólksins og nýta það í verkefni annarra. Til dæmis í veikindi eða örorku. Kjarasamningar og ríkisvelferð eiga að sjá um hvort tveggja, en stjórnendur tíma því ekki. Þess vegna mæna stjórnvöld og fyrirtæki ágirndaraugum á sjóðina. Í fjármálageiranum hefur skotið upp hugmyndum um, að þeir verði án atkvæðisréttar í hlutafélögum. Meðfram stafar þetta af, að menn mikla fyrir sér auð lífeyrissjóðanna og getu þeirra til að jafna sveiflur í hagkerfinu. Passið ykkur á svindlurunum.