Gísli Marteinn Baldursson þarf að gera þjóðinni þann greiða að kæra Össur Skarphéðinsson fyrir gróf meiðyrði. Láta sjálfvirka dómavél Héraðsdóms Reykjavíkur dæma ráðherrann í milljón króna bætur. Þá vakna pólitíkusar vonandi til meðvitundar um, að búið er að hleypa skrímsli inn á völlinn. Sú persónuvernd gengur ekki, að fólk sé látið borga hálfa eða heila milljón króna fyrir meiðyrði, meðan nauðgun kostar minna. Engin hefð er fyrir því, að dómstólar bregðist hart við orðbragði nafngreindra manna. Miklu nær er að beina augum að bloggi nafnleysinga, einkum á spjallrásum á vegum mbl.is.