Gistináttagjald er gott

Punktar

Ferðaráðherra er lengi að hlutunum og kemur fáu í verk. Hefur jafnframt legið undir þrýstingi vegna álags á mikilvæga ferðastaði. Fann þó á sínum tíma út, að ferðapassi væri lausnin. Nú er komið í ljós, að samtök ferðaþjónustunnar eru andvíg ferðapassanum. Þau vilja í staðinn hækka gistináttagjald og fá út úr því milljarð á ári til að byggja upp aðstöðu. Það virðist mér betri lausn, ef ríkið gerir loksins gangskör að aðgerðum gegn svartri gistingu. Mikilvægast er þó, að ferðaþjónustan er sammála um gistináttagjaldið, sem er mikil framför. Gott er, að ráðherra falli nú frá ferðapassanum og drífi í staðinn í gistináttagjaldinu.