Gjafahagkerfið

Punktar

Skipti- og gjafahagkerfi hefur risið af myndarbrag á vefnum. Ungt fólk vill losna við gamla eldavél og býður hana gefins þeim, sem vill sækja hana. Annað ungt fólk  kemur á bíl með kerru, skoðar vélina og vill taka hana. Í leiðinni spyr það, hvort það geti gert eitthvað í staðinn. Jú, það getur lánað kerruna í flutninga í einn dag. Þannig gerir fólk hvert öðru greiða án þess að peningar fari á milli. Og án þess að neinn hagvöxtur sé skráður. Hefði allt þetta verið keypt og leigt í búðum, mundi hafa reiknazt hagvöxtur af öllu saman. Þetta sýnir, að hagvöxtur er marklaust hugtak, svo sem eins og raunar önnur hugtök og tilgátur „hagfræðinnar“.