Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar hafa ákveðið að henda ruðum í kjósendur. Þeim verður falið ráðgefandi hlutverk í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ef meirihluti þjóðarinnar reynist hafa skoðun á máli, getur Alþingi velt fyrir sér, hvort taka eigi mark á ráðgjöfinni eða ekki. Þetta er svar hinnar óhæfu ríkisstjórnar við kröfu búsáhaldabyltingarinnar. Krafan snerist ekki um ráðgjafarhlutverk kjósenda, heldur um ákvörðunarvald þeirra. Svar Jóhönnu og félaga nálgast ekki kröfuna. Það er plástur, sem dugir ekki á pólitískt krabbamein. Við þurfum ekki plástur Jóhönnu, heldur stjórnarskrárbreytingu.