Gjafmilda kerfið

Punktar

Íslenzka KERFIÐ er gjafmilt. Það gaf útgerðarmönnum kvótann á sínum tíma, svo að þeir gætu selt hann og grætt milljarða til að leggjast upp í loft. Nú er KERFIÐ að gefa stofnfé sparisjóðanna. Fínir karlar fengu þessi skírteini gefin á sínum tíma. Nú eru þau tugmilljóna virði hvert um sig. Sparisjóður Hafnarfjarðar er seldur og fyrr en síðar verður Spron seldur, þótt það hafi ekki tekizt í fyrstu umferð. Margir munu þá leggjast upp í loft eftir erfiði dagsins. Sérgrein Íslands í framleiðslu milljónamæringa er, að menn afli ekki fjárins, heldur gefi KERFIÐ mönnum það.