Gjá myndaðist milli grasrótar og forustu í Samfylkingunni meðan flokkurinn var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Grasrótin var öflug í andófi gegn henni og vann frækinn sigur á flokksfundi í Þjóðleikhúskjallaranum. Forusta flokksins, einkum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson, höfðu misst jarðsamband. Forustan var heltekin af Blair-isma, brezkri frjálshyggju, og aðdáun á útrásarvíkingum. Grasrótin lét enn til sín taka á svonefndu framtíðarþingi flokksins í Hressingarskálanum í gær. Samfylkingin er varanlega dottin af úreltri línu frjálshyggjunnar.