Gjáin/Stöng

Frá þjóðvegi 32 við Hjálparfoss í Þjórsárdal að sama vegi við Hólaskóg.

Gjáin er gróðursæl vin í eyðimörk Þjórsárdals. Lindir og smáfossar eru í Rauðá, sem sprettur upp í Gjánni, rennur þar um blóm og hvannir, hraun og stuðlaberg. Stöng var bær Gauks Trandilssonar og fór í eyði í Heklugosi 1104. Þá lagðist af byggð í Þjórsárdal. Gaukur hafði átt vingott við húsfreyjuna á nágrannabænum. Löngu síðar var ort: “Þá var öldin önnur/ er Gaukur bjó í Stöng. / Þá var ei til Steinastaða / leiðin löng”. Árið 1939 var Stangarbærinn grafinn upp og byggt yfir hann, en hefur lítt verið við haldið. Þjóðveldisbærinn undir Sámsstaðamúla er frjálsleg eftirlíking Stangarbæjarins.

Förum frá Hjálparfossi til norðurs vestan og norðan með Skeljafelli eftir jeppavegi að Stöng. Síðan eftir sama vegi austur með Gjánni, norðvestur að þjóðvegi 32 við Þjórsá. Við Stöng er hestagerði og við Gjána er girðing, þar sem gæta má hesta meðan menn fara niður í Gjána til að skoða sig um.

10,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Gjáin: N64 08.996 W19 44.195.

Nálægir ferlar: Hraunin, Ísahryggur.
Nálægar leiðir: Þjórsárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort