Gjaldþrot banka er skárra

Punktar

Við skulum hafa það á hreinu. Börn okkar munu sem skattgreiðendur næstu ára ekki hafa efni á að borga dóm Hæstaréttar. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að hjálpa lánastofnunum vegna gengistryggðra lána. Með Íbúðalánasjóði gæti það verið tugmilljarða dæmi. Útilokað er að leggja hluta á ríkissjóð. Bankar verða frekar að fara á hausinn, jafnvel Íbúðalánasjóður. Gæti orðið bankahrun númer tvö. Við réðum við að borga eitt hrun, en ekki tvö. Ímyndi ríkisstjórnin sér, að hún geti borgað, þá jafngildir það landráðum. Látið ykkur ekki detta neitt slíkt í hug. Gjaldþrot banka er skárri niðurstaða.