Gjaldþrot blasir við Helguvík

Punktar

Um leið og þingflokkar hoppa af frygð kringum fyrirhugað álver í Helguvík er eigandinn að verða gjaldþrota. Gengi hlutabréfa Century Aluminium er komið niður í einn dollar. Svipað og deCode Genetics. Brátt missir það skráningu í kauphöllum. Þá taka lánardrottnar það yfir. Það á Norðurál í Hvalfirði og Helguvíkurdæmið. Gengið var í 55 dollurum, þegar álbræðslan var tilkynnt. Þingflokkum væri nær að segja Suðurnesjamönnum frá þessu en gæla við græðgi þeirra. Ál selzt ekki næstu árin og bræðslur verða unnvörpum gjaldþrota, líka í Hvalfirði. Betra er selja orkuna netþjónabúum, sem eiga þó aur.