Gjaldþrot byggðastefnu

Punktar

Könnun hefur leitt í ljós, að unga fólkið heima í héraði vill ekki flytja suður, heldur alla leið til útlanda. Þetta er gjaldþrot byggðastefnunnar og áfellisdómur yfir þeim, sem hafa stjórnað landinu undanfarna áratugi. Þeir hafa reynt að halda fólki í héraði með því að níða skóinn niður af Reykjavíkursvæðinu og kalla slíkt byggðastefnu. Þeir hefðu heldur átt að hossa höfuðborgarsvæðinu svo að til væri einn staður á landinu samkeppnishæfur við útlönd. Eina raunhæfa byggðastefnan á Íslandi er að reyna að verja Reykjavík gegn fólksflótta til útlanda. Á þeim vígvelli stendur Ísland eða fellur sem sjálfstætt ríki.