Ekkert gerist, þótt fyrirtæki skipti um eigendur. Auðurinn í starfsfólki og tækni er áfram til. Þegar fyrirtæki verða gjaldþrota, er venjulega um að kenna eiganda eða forstjóra, ekki starfsfólki. Eðlileg meðferð slíkra mála er formlegt gjaldþrot og síðan uppboð. Þannig var Mogginn seldur um daginn. Ætla má, að hæst bjóði aðilar, sem hafi þekkingu og reynslu til að eiga eða reka fyrirtæki. Starfsfólk heldur áfram, tækin rúlla. Sumir virðast halda, að rekstur hverfi, þegar fyrirtæki verða gjaldþrota. Það er rangt, fyrirtæki losna bara við ruglaða eigendur og losna við kúfinn af þungri skuldabyrði.