Gjaldþrot er illskást

Punktar

Gjaldþrot er illskást í stöðu Grikklands. Ríki og þjóð verða að byggja sig upp frá grunni á eigin verðleikum. Hætta að þiggja ölmusu frá Evrópu og um leið hafna kröfum um greiðslu vaxta og afborgana. Landið lendir bara í sama vanda og sum önnur ríki og fjöldi einstaklinga. Enginn mun lána Grikklandi neitt, en það er svosem engin breyting. Grikkir eru sjálfir í afneitun og kenna öðrum um sitt eigið sjálfskaparvíti. Þeir þurfa að læra að velja sér heiðarlegri pólitíkusa, læra að borga skatta og læra að kenna ekki öðrum um ófarir sínar. Frekara samkrull þeirra við Evrópu yrði hvorugum til góðs.