Gjaldþrot eru náttúrulögmál

Punktar

Ólafur Arnarson og Tryggvi Þór Herbertsson eru vofur úr hruninu, sem mæla með verðlaunum fyrir neyzlukapphlaup. Þeir, sem misstu stjórn á sér, eigi að fá sérstaka umbun frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Þeir, sem keyptu einbýli eða raðhús og jafnvel borgarjeppa í ofanálag. Þetta eru hornsteinar þjóðfélagsins að mati Tryggva Þórs, fólkið, sem ekki má flýja. Ég sé ekkert vit í, að hegðun, sem ætíð hefur leitt til gjaldþrots, megi ekki leiða til gjaldþrots núna. Það er víðáttuvitlaust að ríkið fari að taka á sig hluta af skuldum þessa fólks. Gjaldþrot einstaklinga eru bara gamalt náttúrulögmál.