Gjaldþrot evrópskrar fiskveiðistefnu

Punktar

Við vitum, að fiskveiðistefna Evrópusambandsins er ónothæf. Við vitum, að hún varðveitir ekki fiskistofna. Tveggja áratuga rányrkja í skjóli hennar hefur nú leitt til þess, að banna verður þorsk- og ýsuveiði í Norðursjó og Írlandshafi. Dálkahöfundar evrópskra fjölmiðla eru farnir að átta sig á gjaldþroti stefnunnar, t.d. Annalisa Barbieri í Guardian í dag. Senn fer Evrópusambandið sjálft að átta sig. Gersamlega eru brostin rökin fyrir því, að ný aðildarríki neyðist til að tak upp gjaldþrota stefnu. Sambandið getur til dæmis ekki staðið fast á fiskveiðistefnunni í viðræðum um aðild Íslands. Þess vegna eigum við að fara að semja um aðild. Viðræður munu vafalaust leiða til, að við getum haldið okkar eigin ófullkomnu fiskveiðistefnu, þótt við verðum aðilar að bandalaginu.