Við þurfum að breyta mati okkar á hagvexti, hætta að mæla hann vitlaust og hætta að setja hann ofar öllu. Þurfum að nýta efnahaginn betur, ekki blint að stækka hann. Meira máli skiptir þó að hætta að nota aukna viðskiptaveltu sem mælikvarða á hagvöxt. Hin almenna skilgreining á hagvexti sem aukinni viðskiptaveltu rýrir skilning okkar á efnahag. Viðskiptavelta er fráleitt markmið í sjálfu sér. Í hvert sinn sem orðið hagvöxtur er notað í pólitískri umræðu, verður mér óglatt. Aldrei hafa menn reist eins miklar skýjaborgir á einu rangt notuðu hugtaki. Ljóst dæmi um hagfræði sem gjaldþrota fræðigrein.