Ég var í Sjávarkjallaranum, sæll að venju í fullu húsi að venju. Þetta er annar af tveimur toppstöðum veitinga, hefur ekkert gefið eftir í úthaldi í tæp þrjú ár. Eini staður ekta samrunastíls hér á landi, blandar saman frönskum grunni og austrænum viðbótum. Dýrastur er 6800 króna seðill tólf smárétta, sem jafnan freistar mest, enda kostar þríréttað litlu minna, 6500 krónur. Hér fæst barri með silungahrognum, linskeljarkrabbi með gúrku, saltfiskur með engifer, kakóbaunafroða með skyri. Í hádeginu er hægt að fá sjávarréttasúpu á 1400 krónur. Hér er glöð og fín matarstemmning.