Glæpasaga hnattvæðingar

Punktar

Út var að koma bókin “A Game As Old As Empire”. Hún segir frá glæpaverkum hnattvæðingarinnar. Fyrrverandi starfsmenn fjölþjóðabanka, öryggissveita og fjölþjóðasamtaka segja þar reynslu sína. Hún er gefin út í framhaldi af “Confessions of an Economic Hit Man” eftir John Perkins. Höfundarnir segja skelfilega sögu af stríðum, morðum og efnahagsofbeldi á vegum Halliburton, Shell, Bechtel og annarra risafyrirtækja. Á vegum Heimsviðskiptastofnunar, Alþjóðabankans, og annarra merkisbera hnattvæðingar. Á vegum Bretlands og Bandaríkjanna. Olíuránið í Írak er blóðugasti glæpur hnattvæðingarinnar.