Glæpsamleg kranafrétt

Fjölmiðlun

“Glæpsamlegt að loka Ekron”, segir ríkisútvarpið á vefnum í kvöld. Fréttin snýst um, hversu ógeðslegt sé, að ríkið framlengi ekki samning við Ekron um meðferð vímuefnaneytenda. Ekki er vikið einu orði að þeim sjónarmiðum, sem liggja að baki ákvörðunar ríkisvaldsins. Aðeins er talað við annan aðilann, fulltrúa Ekrons. Þessi fáránlega frétt er dæmi um innreið kranablaðamennsku í fjölmiðlun landsins. Hún kom inn með unglingum, er í auknum mæli hafa tekið við af reyndu fólki, sem kann til verka. Ríkisútvarpið veit ekkert um, hvort glæpsamlegt er að loka Ekron. Og á ekki að fullyrða slíkt út í loftið.