Glæpurinn lögfestur

Punktar

Ríkisstjórnin hyggst lögfesta heimild til að færa stofnanir út og suður til að eyðileggja þær. Markmiðið er ekki að færa atvinnu frá Hafnarfirði til Akureyrar í tilviki Fiskistofu. Markmiðið er að mölva úr ríkisstofnunum. Fá hæft fólk til að segja upp, eins og til dæmis gerist á Fiskistofu. Og eins og er líka farið að gerast á Landspítalanum. Það er bandaríska teboðsstefnan í framkvæmd: Mölvum úr kerfinu, sveltum velferðina, nögum innviði samfélagsins. Gefum okkar bófum færi á að skafa út auðlindir þjóðarinnar og koma peningunum fyrir í reikningum í skattaskjólum erlendis. Kjósendur Sjálfstæðis og Framsóknar bera ábyrgðina.