Verst eru glerbrot drukknu sóðanna. Plastdósir og málmdósir má tína upp, en glerið sprengja ölraftarnir, þegar þeir grýtta bjórnum í götuna. Þetta sé ég á hverjum degi, þegar ég fer gönguleiðina um Snoppu og Suðurnes á Seljarnarnesi. Aldrei verður hægt að ná brotunum upp, ekki einu sinni með ryksugu. Raunar er fráleitt að leyfa sölu á bjór og gosi í glerflöskum. Við búum í samfélagi, þar sem fjölmennur minnihluti er ekki húsum hæfur. Þar sem uppeldi í heimahúsum hefur týnzt og þar sem skólar hafa bara áhuga á að skemmta nemendum. Við þær aðstæður má ekki sleppa gleri í hendur fólks.