Gleymdist á pönnunni

Veitingar

Kokkarnir í Fiskfélaginu voru önnum kafnir við að útbúa fíniríið á diskinn í hádeginu. Svo þeir gleymdu blálöngunni á pönnunni. Varð þurr, dauðasök hvers kokks. Ég hef einfaldan smekk, vil bara tvennt, fiskinn ferskan og hæfilega lítið eldaðan. Allt annað flokka ég sem djönkið. Ég fer ekki út að borða til að éta djönk, jafnvel ekki kartöflustöppu. Sem betur fer var þó engin froða í djönkinu að tízku nútímans. En svona eru örlögin hér á landi. Þótt kokkar læri mikið og séu klárir. Þótt þeir séu lofaðir heima og erlendis. Þá bila þeir of oft á því eina, sem máli skiptir. Mikil vonbrigði með Fiskfélagið.