Gleymið gjaldeyrislánunum

Punktar

Ríkisstjórnin verður að hætta að reikna með lánsfé frá gjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum. Peningarnir áttu hvort sem er að liggja á banka í London og ekki vera notaðir. Þeir áttu bara að vera eins konar gervi-gjaldeyrissjóður. Ríkisstjórnin verður að banna Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að spila með gjaldeyri á krónumarkaði. Hún verður að setja viðræður við Bretland og Holland í hægagír. Útilokað er að ræða við löndin undir þrýstingi tímahraks. Komumst ekki undan þeim þrýstingi nema hætta að reikna með lánsfé í plat-gjaldeyrissjóð. Höfum lifað af í sjö mánuði án þess og munum áfram gera það.