Gleymist það sem ekki sést

Punktar

Ríkisstjórnin er hrifin af lausnum, sem felast í að færa til vandamál. Hún vill, að Íbúðalánasjóður taki við vandræðum ríkisbankanna. Hugsar ekki um, að sjóðurinn gæti sligazt. Hún vill, að lífeyrissjóðir taki liðlega á vanda skuldara. Hugsar ekki um skyldur þeirra gagnvart lífeyrisþegum. Það er eins og henni finnist, að vandamál hverfi, ef þeim er ýtt til hliðar eða fram í tímann. Hún segist ætla auka velferð um leið og hún heimtar 10% niðurskurð velferðar síðar í vetur. Þannig þarf hún ekki að horfa á vandann í bili. Hvað eftir annað beitir hún hagstjórnartækinu: “Out og sight, out of mind”.