Gleypir hráan spuna

Fjölmiðlun

Ríkisútvarpið sagði okkur í morgun: “Lögreglumenn þurftu að beita táragasi” í Kaíró. Hver sagði útvarpinu, að þess hefði þurft? Veit útvarpið, hvort táragas var brýnt? Auðvitað er það matsatriði, sem ríkisútvarpið getur ekki fullyrt. Hér hefði verið rétt að segja, að lögreglan hafi “talið sig þurfa” að beita táragasi. Þannig verður lögreglan að heimild, sem ber alla ábyrgð á fullyrðingunni. En útvarpið sem óhlutdrægur aðili getur ekki gert hana að sinni. Íslenzkir fjölmiðlar láta yfirleitt undir höfuð leggjast að forðast mat á aðstæðum, sem þeir þekkja ekki. Gleypa því spuna hráan úr verksmiðjum.