Lögreglusveitir réðust í gær inn í hús Standard í Nairobi til að eyðileggja prentvél, af því að blaðið hefur sagt frá glórulausri spillingu ríkisstjórnarinnar og Mwai Kibaki forseta Kenía. Einn ráðherrann hefur flúið land og lýst spillingunni. Kenía hefur lengi verið gæludýr vesturlanda, þótt röð spillingarfíkla hafi mergsogið landið og troðið hungursneyð upp á þjóðina. Í Kenía var ég krafinn um mútur í fyrsta skipti á ævinni. Það var á flugvellinum fyrir óralöngu. Ég neitaði auðvitað að borga.