Glórulaus leiðari

Fjölmiðlun

LEIÐARI Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Fréttablaðinu er vondur fyrirboði. Ber saman Geirfinnsmálið og mál Jóns Ásgeirs. Í fyrra tilvikinu voru smælingjar í löngu gæzluvarðhaldi og mánuðum saman í einangrun. Í síðara tilvikinu veltir hinn grunaði sér í peningum og er með her færustu lögmanna. Hefur þar á ofan ekki séð fangelsi að innan, hvað þá einangrun. Að líkja framvindu þessara tveggja mála er svo gersamlega út í hött, að undrum sætir. Mér sýnist það boða ferðalag Fréttablaðisins í stöðu eindreginnar og glórulausrar hagsmunagæzlu fyrir Jón Ásgeir. Breytingarnar á ritstjórn blaðsins hafa gert það ómarktækt.