Glórulaus ríkisstjórn

Punktar

Ríkisstjórn Jóhönnu lækkaði skuldir fátæklinga, sem skulduðu meira en þeir áttu. Stjórn Sigmundar Davíðs lækkaði skuldir hinna, sem áttu margfalt meiri eignir en skuldir. Til dæmis fengu 1250 stóreignamenn 1,5 milljarða afslátt skulda. Og þriðjungur eftirgjafafólksins skuldaði minna en 10 milljónir. Ekki er verið að létta á fátækum, heldur hinum allra ríkustu. Frá upphafi hefur stjórnarstefnan verið að hlúa að auðfólki, til dæmis með tugmilljarða afslætti af auðlindarentu og afnámi auðlegðarskatts. Féð er núna sótt með minnkun barnabóta og vaxtabóta. Verulega andstyggileg stjórn stundar glórulaust óréttlæti gagnvart almenningi.