Glósubók í blaðamennsku

Fjölmiðlun

Senn líður að kennslubók minni í blaðamennsku. Hún verður smám saman birt á vefsvæðinu jonas.is. Þetta verða stuttar og harðar glósur úr fyrirlestrum mínum, eins og þær birtust af skjávarpa á tjaldi. Þær spanna frá textastíl yfir í rannsóknablaðamennsku. Frá sögu blaðamennsku yfir í framtíð hennar, frá fréttamennsku yfir í nýmiðlun. Ég reikna með, að þetta verði glósur úr 220 fyrirlestrum. Þeir voru fluttir 2006-2007 fyrir símenntadeild Háskóla Reykjavíkur eða ætlaðir henni í náinni framtíð. Engin kennslubók af slíku tagi er enn til á íslenzku. Hún er tímabær lofsöngur til blaðamennskunnar.