Gluggaveður í eftirliti

Punktar

Við skulum bara orða það á íslenzku: Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli nennir ekki að fylgjast með vallarsvæðinu. Þar fylgjast menn bara með því, sem þeir sjá út um gluggann. Alls ekki tala um að fara út í veður og vind. Þess vegna gátu skemmdarvargar úðað málningu á flugvél Þristavinafélagsins. Þessi flugvél var utan við það svæði, sem slökkviðlismenn sjá út um glugga. Erlendis eru flugvellir lokuð svæði, sem menn reyna tæpast að komast inn á. Hér valsa menn út og inn af flugvallarsvæðinu eins og þeim þóknast. Ætli það sé ekki ávísun á, að fyrr eða síðar verði flugvél lífshættulega skemmd.