Beppe Grillo er hress útgáfa af Jóni Gnarr, grínisti, sem rekur kúbein í gangverk pólitískrar Ítalíu. Alexis Tsipras með sama hlutverk í Grikklandi, gefur skít í kerfið. Við munum eftir Pierre Poujade, sem lék fífl í franskri pólitík með góðum árangri. Já, kannski var Mogens Glistrup af sama meiði í Danmörku. Beppe Grillo er einkum andstæðan við Mario Monti, sem kerfiskarlar settu til valda með stuðningi evrópskra bankavina. Monti kaghýðir Ítali með svipu samdráttar, síðan Silvio bófa Berlusconi var sparkað sællar minningar. Stjórnleysinginn Grillo segist bara vilja rífa niður ónýtt kerfi. Gott mál.