Orkuveita Reykjavíkur er tæknilega gjaldþrota. Þar á ofan fær hún ekki lán frá Fjárfestingabanka Evrópu. Lánið átti að gera henni kleift að útvega orku til álvers í Helguvík. Borgarstjóri ætlar að ábyrgjast tólf milljarða króna. Útsvarsgreiðendur eiga að borga það. Rafmagnsnotendur borga svo vexti og afborganir Orkuveitunnar af kostnaði við Helguvík. Um næstu mánaðamót hækka rafmagnsreikningar um 20% vegna stóriðjutapsins. Og það er bara byrjunin á okinu. Henni ber að bakka út úr Helguvík og lágmarka tjón útsvarsgreiðenda og rafmagnsnotenda. En Gnarrinn heldur víst, að þeir geti borgað, helvítin.