Góð áhrif Hreyfingarinnar

Punktar

Nánast öll skilyrði Hreyfingarinnar við stuðningi við ríkisstjórnina eru af hinu góða. Hún leggur til dæmis áherzlu á þjóðaratkvæði um stjórnarskrána, eins og tillagan er frá Stjórnlagaráði. Hún vill afnema verðtryggingu, sem líklega er búin að gera nóg af sér. Þar á ofan minnir hún á persónukjör, gegnsæi, upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Það eru atriði, sem gamlingjarnir í ríkisstjórninni sýna furðanlega lítinn áhuga. Slíkt er sambandsleysi Jóhönnu Sigurðardóttur við nútímann. Ríkisstjórnin mundi gera rétt í að taka vel við kröfum Hreyfingarinnar. Þær fela í sér, að ríkisstjórnin ranki úr rotinu.