Góð ameríska

Fjölmiðlun

Stundum er kvartað yfir amerískum áhrifum á íslenska tungu. En góð ameríska spillir ekki íslensku. Það sem menn kvarta raunar um, eru þýðingar og endursagnir af vondri amerísku. Vond ameríska verður vond íslenska. Góð ameríska er hins vegar svipuð góðri íslensku. Sjáið þennan flotta texta úr upphafi fréttaskeytis frá Associated Press: “Stundum horfir Mary Freedland á son sinn og man eftir barninu, sem hjólaði niður Colonel Bell Drive með félögum sínum. Síðan horfir hún aftur og veruleikinn síast inn. Það eru liðnir tveir áratugir og hann er ennþá þetta sama barn.”