Góð breyting í bænum

Punktar

Reykjavík er eina borgin, sem ég þekki og hefur leyft rútuakstur upp á dyrum hótela í þröngum miðbæ. Alls staðar gengur fólk eða fær leigubíl síðasta spölinn. Borgin hefur nú bannað rútuakstur að mestu leyti vestan Hringbrautar. Á svæðinu eru rútupláss, þar sem þú getur væntanlega skipt yfir í leigubíla. Eða strætó, ef það hentar betur. Rútur hafa hingað til valdið miklum stíflum á þessu svæði og ama fyrir íbúa og almennan akstur. Enginn ágreiningur er um málið, bara þetta venjulega væl hagsmunaaðila. Auðvitað þarf að fjölga leigubílum af þessu tilefni og verður væntanlega gert. Ekki er allt öfugsnúið í borgarskipulaginu.