Bloomberg, alias Ómar R. Valdimarsson, segir, að ekki sé meirihluti Alþingis fyrir auknu ríkisfé til bankanna. Gott er, ef satt er. Ómar hefur talað við þingmenn, segir alla stjórnarandstöðuna og þrjá vinstri græna vera andviga. Ríkið mun á næsta ári skulda 100% af landsframleiðslu. Það er of mikið og ekki má bæta meiru ofan á. Ríkisstjórnin virðist ætla að endurtaka mistök ríkisstjórnar Geirs Haarde. Fyrst og fremst að undirlagi Gylfa Magnússonar, sem er versti ráðherrann. Nær væri að hafa Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í hans embætti. Hún segir, að meira en nógu fé hafi þegar verið pumpað inn.