Trúnaðarfyrndar dagbækur Matthíasar Johannesen gefa góða sýn inn í spilltan heim Morgunblaðsins. Þar reyndu ritstjórar að stjórna pólitík landsins. Að hatast í Ólafi R. Grímssyni. Að raða í valdastiga Sjálfstæðisflokksins. Að ákveða, hvað þjóðin mætti og mætti alls ekki vita. Að upphefja suma vinstri pólitíkusa og hamla gegn öðrum. Vinstri pólitíkusar töldu sig hólpna, ef þeir fengu að borða hádegissnittur með slúðri hjá Matthíasi og Styrmi. Skrítið var samspil félaganna við Davíð Oddsson í undarlegu lygaslúðri um forsetann. Dagbækur Matthíasar segja ljóta sögu af eina sorpriti landsins.