Góður stíll er Halldór Laxness og Íslendingasögur. Góður stíll er Ernest Hemingway og George Orwell og Graham Greene. Alls staðar nota menn sömu aðferðir við að spúla texta og snurfusa hann. Svo að hann verði frambærilegur fyrir venjulegt fólk. Stíll menntamanna er hins vegar svona: “Skilningur á orsakasamhengi í tengslum við óhóflega drykkju þeirra gæti leitt til betri meðferðar þeirra.” Í samræmi við stíl Íslendingasagna, Halldórs Laxness og almennings verður textinn svona: “Við gætum hjálpað þeim, ef við skildum, hvers vegna þeir drekka úr hófi.”