Góð og vond efnavopn

Punktar

Þótt Bandaríkjastjórn fjölyrði um að mistekizt hafi eftirlit með efnavopnaframleiðslu Íraks, er ekki síður athyglisvert, að í heilt ár hefur Bandaríkjastjórn barizt gegn, að hertar yrðu alþjóðareglur um bann við efnavopnaframleiðslu, þar á meðal að heimilað yrði að senda eftirlitsmenn á staðinn. Gildandi alþjóðareglur gera ekki ráð fyrir neinu eftirliti. Bandaríkjastjórn hefur hingað til viljað hafa það svo áfram. Samkvæmt frétt Reuters var það fyrst í gær, að samkomulag náðist milli Bandaríkjanna annars vegar og 145 ríkja heims hins vegar um að halda áfram að ræða hugsanlegt eftirlit með framleiðslu og geymslu efnavopna. Ástæðan fyrir tregðu Bandaríkjastjórnar er ótti hennar við, að menn fari að hnýsast í hennar eigin efnavopn.