Góðar ráðstöfunartekjur heimila

Punktar

Ráðstöfunartekjur heimilanna rýrnuðu um 0,6% árið 2008, 16,4% árið 2009 og 12,6% árið 2010. Allar tölurnar eru á mann. Þar með var botninum náð í 27,4% rýrnun ráðstöfunartekna alls af völdum hrunsins, því að engin rýrnun verður 2011. Í sögulegu samhengi þýðir þetta, að ráðstöfunartekjur árið 2011 eru hinar sömu og árið 2000. Ástandið er þó ekki verra en svo. Árin fyrir hrunið einkenndust af blöðru, sem hlaut að springa. Auknar ráðstöfunartekjur árin 2000-2007 voru bara loft, sem hlaut að hverfa. Mér finnst það góður árangur, að ráðstöfunartekjurnar skuli núna vera hinar sömu og þær voru fyrir áratug.