Eftir hlé í ár og daga fór ég á veitingahúsið Argentínu. Í krafti tilboðs, sem fylgdi blómagjöf um mat fyrir tvo á verði fyrir einn. Sannreyndi, að Argentína gerir enn vel það, sem staðurinn hefur gert um langt árabil. Fékk góða humarsúpu og fína nautalund lítið steikta. 200 g kostuðu 6.100 kr. Með var hin hefðbundna kartafla bakaða, svo og léttsteikt grænmeti og hlutlaus sósa hvít. Ég hef misst áhugann á blóðsteikum, en áhugamenn um þær verða tæplega fyrir vonbrigðum. Gott er að hafa með sér vasaljós til að sjá, hvað er forvitnilegt á matseðlinum. Þjónusta er fagleg, en ekki sérlega notaleg.